LENGI STEFNT AÐ ÞVÍ AÐ SKAPA EITTHVAÐ SAMAN

0

Tónlistarmennirnir Arnar Guðjónsson (Leaves) og Hrafn Thoroddsen (Ensími) hafa stofnað saman nýja hljómsveit sem hefur fengið nafnið Warmland. Þeir hafa rekið saman hljóðver í nokkur ár og lengi stefnt að því að skapa eitthvað saman.

Nú hafa kapparnir sent frá sér sitt fyrsta lag og myndband og ber það heitið „Lyda“. Þeir vinna nú að hljómplötu í fullri lengd sem má búast við að komi út snemma á næsta ári. Þeir félagar stefna einnig að því að koma fram á tónleikum á árinu þannig að það er um að gera að fylgjast vel með!

Skrifaðu ummæli