Leika sér að tilfinningum hvors annars

0

Tónlistarmaðurinn AFK heldur í hefðina og gefur út nýtt lag, ásamt nýju tónlistarmyndbandi og að sjálfsögðu eingöngu 13. hvers mánaðar og í þetta skiptið er það lagið „Why” af plötu AFK sem kemur út seinna á árinu.

Lagið sjálft fjallar um 2 einstaklinga sem leika sér að tilfinningum hvors annars og hvernig það getur farið harkalega djúpt og getur haft gríðarleg áhrif. Textinn og lagið sjálft er í raun smá ádeila um þegar fólk er “fake” og þykist vera einhver og eitthvað allt annað en það raunverulega er.

„Leikstjóri myndbandsins, Midnightmar, heyrði hjá mér lagið og virkilega vildi koma að verkefninu. Úr því var að við báðir vildum endilega skella í gott myndband. Við vorum báðir með ákveðnar hugmyndir sem við unnum saman og fórum strax að þróa handritið og í raun fórum bara beint að taka upp og er ég hrikalega ánægður með útkomuna sem lýsir því hvað þetta er myrkur heimur þegar fólk er að leiða hvort annað áfram í þessum gerviheimi.“ – AFK

Leikstjóri myndbandsins er Midnight Mar (Aron Már Stefánsson). Leikkonan er Kristjana Torfadóttir og Make Up artisti er Dagrún María Wium.

Skrifaðu ummæli