LEIKA LÖG AF NÝRRI PLÖTU

0

Í kvöld föstudag munu Casio Fatso og Rythmatik spila á Dillon. Þetta eru fyrstu tónleikar Casio Fatso árið 2017. Casio Fatso mun leika lög af nýrri plötu sem er við það að koma út og mun hún heita Echoes of the nineties.

Rythmatik þekkja allir enda vonarstjarna íslensks tónlistarlífs síðan þeir unnu músíktilraunir fyrir tveim árum. Fregnir herma að þeir muni nýta þetta kvöld til að taka upp myndband fyrir eitt lagið sitt.

Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og frítt er inn.

Skrifaðu ummæli