LEIFUR GUNNARSSON SENDIR FRÁ SÉR HLJÓMPLÖTUNA HÚSIÐ SEFUR

0

leifur 5 (1)

Kontrabassaleikarinn Leifur Gunnarsson sendi á dögunum frá sér hljómplötuna Húsið Sefur. Lögin eru öll samin við gömul og þekkt Íslensk ljóð. Leifur fór í nám til Danmerkur árið 2010 en fljótlega fékk hann heimþrá og fór því að lesa mikið af Íslenskum ljóðum sem varð svo kveikjan að plötunni.

leifur 3

Á plötunni eru átta lög en þess má geta að öll ljóðin eru um 100 – 150 ára gömul, en að sögn Leif eru ljóðin algjörlega tímalaus.

Ingrid Örk Kjartansdóttir syngur á plötunni en hún og Leifur eru hjón.

leifur 4 (1)

Frábær plata hér á ferð og ættu allir áhugamenn um tónlist að næla sér í eintak. Öll lögin á plötunni eru samin af Leifi sjálfum. Platan fæst í Lucky Records, Smekkleysu, 12. Tónum, Bókakaffið Selfossi og Penninn Eymundsson um land allt.

 

Comments are closed.