LEGGUR ELD AÐ SJÁLFUM SÉR EFTIR GRÓFA MISNOTKUN

0

Tónlistarmaðurinn Tarnús Jr var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „House on the hill.” Lagið fjallar um manneskju sem var misnotuð í húsi uppi á hæðinni. Þegar manneskjan verður eldri fer hún aftur í húsið þar sem hún á vondar minningar og leitar hefndar. Hún leggur eld að sjálfum sér, húsið brennur og allt það sem veitti henni ofbeldi. Hún verður frjáls.

Myndefnið er úr kvikmynd sem heitir Love Letters of a Portuguese Nun (1977) Die Liebesbriefe einer portugiesischen Nonne, og Sweet beauty and bright stars of cinema fan death – jealousy.

„Ég ætlaði að skjóta myndband fyrir þetta lag en datt óvart inná þessar kvikmyndir. Þessar klippur pössuðu svo vel við lagið að ég varð að klippa þær saman. Ég breytti litum og setti allskonar effecta yfir það, lét rammann stundum hreyfast og gerði þetta mjög dark. “

Það er mikil illska í þessu myndbandi og í raun ekki mjög fallegt og fær viðkomandi til að hugsa um allskyns ofbeldi og misnotkun sem á sér stað í heiminum.

Skrifaðu ummæli