LEGEND OG SÓLSTAFIR LEIÐA SAMAN HESTA SÍNA Í NÝJU LAGI OG MYNDBANDI

0
lalala 2

Hljómsveitirnar Legend og Sólstafir

Snemma árs 2014 ákváðu hljómsveitirnar Legend og Sólstafir að leiða saman hesta sína og gáfu út sjö tommu og kasettu með cover lögum frá hvor öðrum. Mikill hiti myndaðist í kringum plötuna og seldist hún upp í forsölu áður en platan kom út.

Á dögunum ákváðu sveitirnar að leiða saman krafta sína á ný og nú til að skella laginu „Runaway Train“ eftir Legend  í nýjan búning. Splæst var í myndband og er það tekið upp í niðurníddu iðnaðarhúsnæði með sjóinn rétt fyrir utan berjandi á rúður hússins.

Upptaka lagsins og myndbandsins tók aðeins einn dag og óhætt er að segja að vel til tókst enda miklir fagmenn þarna á ferð!

Brynjar Snær sá um upptökur á myndbandinu en hann sá einnig um klippingu og eftirvinnslu ásamt Frosta Runólfssyni (Gringo)

Hægt er að versla lagið hér: https://legendsolstafir.bandcamp.com/album/runaway-train-live

Comments are closed.