LASER LIFE SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „NISSAN SUNNY“ AF VÆNTANLEGRI BREIÐSKÍFU POLYHEDRON

0

laser

Laser Life sendir frá sér lagið „Nissan Sunny.“ Laser Life er raftónlistar hliðarsjálf tónlistarmannsins Breka Steins Mánasonar sem áður var gítarleikari harðkjarnasveitarinnar Gunslinger.
Lagið er það fyrsta sem heyrist af fyrstu breiðskífu verkefnisins Polyhedron, sem er væntanleg með haustinu.

Polyhedron er 8 laga plata unnin hér og þar um landið en bróðurpartur plötunnar var unnin í Græna Herbergið Stúdíó á Egilsstöðum og í Stúdíó Tíma í Reykjavík. Curver Thoroddsen úr hljómsveitinni Ghostigital kom inn í verkefnið og sá um hljómblöndun og hljómjöfnun á plötunni.

laser 2

Platan er gerð eingöngu með einum baritone gítar og mörgum mismunandi hljóðgervlum sem herma eftir hljóðum úr gömlum leikjatölvum. Lagið gæti því vakið upp mikla nostalgíu hjá þeim spiluðu Nintendo leiki í æsku.

Í kjölfar útgáfu Polyhedron mun Laser Life koma fram á Airwaves-hátíðinni í nóvember auk þess eru útgáfutónleikar á skipulagsstigi og tilkynnt verður um þá síðar.

Comments are closed.