LASER LIFE GERIR TÓNLISTARMYNDBAND MEÐ ERLENDUM KVIKMYNDAGERÐARMANNI

0

10661979_645219822265335_169631545286291045_o


Laser Life er hugarfóstur Breka Steins Mánasonar raftónlistarmanns. Áður var hann gítarleikari í þungarokkssveitinni Gunslinger, en sú hljómsveit ákvað að taka pásu árið 2013. Tónlist Laser Life er innblásin af hljóðheimi gamalla leikjatölva á borð við NES og Gameboy í bland við baritone gítarleik.

Laser Life var að senda frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband við lagið “Castle“. Myndbandið er afrakstur samstarfs Breka og kvikmyndagerðarmannsins Eduardo Makoszay hjá Metanoia Video Studio. Breki hefur þó aldrei hitt Eduardo í eigin persónu en hann býr í Mexíkóborg. Breki uppgötvaði list Eduardo í gegnum alþjóðlegu facebook grúppuna “Glitch Artist Collective“ og hafði samband við hann. Í kjölfarið unnu þeir saman tónlistarmyndband í gegnum netið á nokkrum mánuðum. Myndbandið inniheldur spillt myndbandsgögn (glitch footage) af íslenskri náttúru, skuggaleikhús af hljómsveit að spila og kviksjár áhrif (kaleidoscope effects).

Laser Life kemur fram á tónleikum ásamt hljómsveitinni Ottoman á Bar 11 laugardaginn 14 febrúar.

Comments are closed.