LASER LIFE GEFUR ÚT SÍNA FYRSTU BREIÐSKÍFU POLYHEDRON

0

Laser Life - Polyhedron cover art

Laser Life er raftónlistarverkefni Breka Steins Mánasonar en hann var að gefa út sína fyrstu breiðskífu sem ber heitið Polyhedron. Platan er gerð með hljóðgervlum og hljóðsmölum eins og finna má í gamaldags tölvuleikjatónlist og lo-fi raftónlist níunda áratugsins. Stefna plötunnar spannar þó víðan völl og heyra má þar áhrif frá pönki, post rokki og drum n bass.

Laser Life - Mengi

Hægt er að streyma plötunni á www.laserlifemusic.com til að byrja með. Svo birtist hún fljótlega á öllum helstu tónlistarveitunum Itunes, Spotify, Amazon Music og svo framvegis.

Hægt er að kaupa eintak af plötunni á geisladisk eða á stafrænu formi á www.laserlife.bandcamp.com

Auk þess verða fáanleg eintök á geisladisk í Lucky Records í dag á Record Store Day 2016.

Comments are closed.