LÁRA RÚNARS MEÐ TÓNLEIKA Á KAFFI RÓSENBERG

0

LARA 2

Lára Rúnars er ein helsta tónlistarkona okkar Íslendinga en hún kemur fram ein síns liðs á einstökum tónleikum á Kaffi Rósenberg fimmtudagskvöldið 15. október.
Lára gaf út sína fimmtu plötu „Þel“ í sumar og mun hún flytja lög af plötunni á tónleikunum ásamt áður útkomnum lögum. Tónleikarnir marka upphaf sólótónleikaraðar sem Lára leggur í í vetur.
Það ætti enginn að láta sig vanta á þessa frábæru tónleika!

LARA
Tónleikar hefjast kl. 21.00 og er miðaverð kr 2.000 forsala á midi.is 
Lára sendi nýverið frá sér myndband við Þel sem er titillag plötunnar. Myndbandið var unnið í samstarfi við Dögg Mósesdóttur.

Comments are closed.