LAKE DISTRICT MEÐ NÝTT LAG “EASY“

0

ld 1

Lake District er dúó sem hefur verið starfandi frá desember 2013. Upphaflega var meiningin að gera sampl-hiphop tónlist en það breyttist í acoustic þjóðlagatónlist en það hefur þróast og mótast og er orðið að nokkurskonar indie-folk, electro projecti. Nýjasta afurðin er lagið Easy sem var tekið upp í samstarfi við Inga Þór Bauer.

ld 4

„Lagið var tekið upp á einum degi í stofunni heima hjá okkur en sá dagur átti að fara í próflestur. Útkoman var lagið Easy og fall á lokaprófi. Lagið hefur komið langa leið síðan þá og endur hugsað frá grunni, tekið upp aftur og var þá orðið meira Indie-pop inflúensað í anda Two Door Cinema Club og The 1975.“

Segir Arnar Freyr Kristinsson sem er annar meðlimur hljómsveitarinnar Lake District ásamt Halldóri Jónatanssyni.

Comments are closed.