LAGIÐ „WAY DOWN WE GO“ MEÐ KALEO Í NÝRRI STIKLU WOLVERINE

0

kaleo-2

Ofurhetjurnar frá Marvel hafa lengi átt miklum vinsældum að fagna en ný mynd er væntanleg á skjáinn en hún ber heitið Logan. Það er enginn annar en stórleikarinn Hugh Jackman sem fer með aðalhlutverkið og fjallar myndin um ofurkappann Wolverine og baráttu hans við Professor X við landamæri Mexíkó.

Þetta væri svo sem ekki frásögu færandi nema að lagið „Way down we go“ með íslensku hljómsveitinni Kaleo fær að hljóma í treilernum. Lagið smellpassar treilernum og nær það að skapa mikla spennu en mikil eftirvænting er eftir myndinni!

Kaleo eru á blússandi siglingu um þessar mundir og óhætt er að segja að heimurinn er í höndum þeirra!

 

Skrifaðu ummæli