LAGIÐ VAR TEKIÐ UPP Í SVEITASETRI FRÁ 18. ÖLD

0

Lagið „Nábiðill“ er dúett sungin af Hjalta Thorkelssyni og Heiðu Dóru Jónsdóttur eða Bara Heiða eins og hún er kölluð. Lagið fjallar um mann sem heyrir í höfði sér rödd látinnar konu sinnar, sem tjáir honum að hún sé ekki dáin, heldur sofandi í gröfinni og tælir hann til að munda skófluna og grafa hana upp.

„Ég er ekki gjarn á að skrifa rómantísk ástarlög, en viðfangsefnið gaf mér leyfi til að leika mér aðeins með formið; ástina og dauðann, hvernig sambandslit geta orkað á mann líkt og manneskja sé dáinn úr manns eigin lífi.“ – Hjalti

Lagið tók Hjalti upp í sveitasetri á Suður-Jótlandi frá 18. öld, þar sem hann bjó fyrir tveimur árum síðan. Hjalti notaðist við hin ýmsu rými setursins við upptökur; gamla fjósloftið fyrir trommutökur, skóflustungur sem mynda takt lagsins voru teknar upp í innkeyrslunni, o.s.frv.

Skrifaðu ummæli