LAGIÐ FJALLAR UM AÐ ÞRAUKA ALLSKONAR ÁFÖLL OG BROTSJÓ Í LÍFINU

0

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur var að senda frá sér glænýtt myndband við lagið „Brot.” Lagið fjallar um föðurmissi og alls konar önnur áföll sem komu í langri röð í lífinu Svavars og hvernig viðkomandi nær einhvern veginn alltaf að halda höfðinu upp úr vatni.

„Mig hafði svo lengi langað til að fara aðeins út fyrir þægindarammann og yfir í aðeins rafmagnaðra. Ég hafði samband við nokkra gaura sem ég þekki ágætlega og bað þá um að vera með. Það er eiginlega það erfiðasta sem ég hef gert, því ég er svo félagsfælinn að ég á brjálæðislega erfitt með að fá fólk með mér í eitthvað verkefni.“

Svavar segir að hann hafi velið kassagítarinn sem sitt hljóðfæri af því að hann meikar ekki annað fólk! Svavar segist alls ekki vera einhver krúttlegur kassagítargaur en í þessu lagi fær hann í fyrsta skipti sem hann fær að njóta sín á kassagítar.

Stefán Örn Gunnlaugsson sá um upptökustjórn, Örn Ýmir Arason plokkaði bassann, Bassi Ólafsson spilar á Trommur og Örn Eldjárn spilar á rafgítar á móti Svavari.

Svavar Knútur herjar á Evrópu í September og kemur hann fram á nokkrum tónleikum þar ytra! Svavar kann sko sitt fag og hvar sem hann kemur fram má búast við miklu fjöri og allir ganga út með bros á vör!

Myndbandið er einkar skemmtilegt an það var unnið af vinum Svavars, Nanja og Jörg í Bremen, en þau eru bæði myndlistarfólk og leikmyndahönnuðir.

Skrifaðu ummæli