LAGIÐ ER SAMIÐ Á SUNNUDAGSMORGNI HEIMA Á ÁSBRÚ

0

Tónlistarmaðurinn Einar Örn Konráðsson var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Rós Sem Dó.” Lagið var samið á sunnudagsmorgni í febrúarmánuði heima hjá Einari í Ásbrú en það er tekið af væntanæegri plötu kappans sem er væntanleg á næstunni!

Einar er enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlistarsköpun en hann tróð upp sem trúbador í mörg ár ásamt því að vera í nokkrum ljómsveitum! Myndbandið er tekið upp víðsvegar um Reykjanesið T.d. Gunnuhver, Reykjanesvita, Seltjörn og á pattersonsvæðinu.

Rós Sem Dó er tekið upp í Stúdíó Paradís hjá  Jóhanni Ásmunds og Ása syni hans en myndbandið er gert af Eyþóri Jónssyni og Bartosz W.

Skrifaðu ummæli