LAGIÐ ENGLASÖNGUR ER STAKA EÐA SINGULL AF PLÖTUNNI KÆRLEIKUR SEM KEMUR ÚT UM MÁNAÐARMÓTIN

0

IMG_4380


Lagið „ENGLASÖNGUR“ er staka eða singull af plötunni „KÆRLEIKUR“ sem kemur út um mánaðamótin nóv./des.

Það er plata með laufléttum jólalögum og nokkrum aðeins þyngri. Meira popp en gospel.
Margir flytjendur og höfundar koma við sögu á plötunni.

ENGLASÖNGUR er kannski ekki beinlínis jólalag en passar vel á jólaplötu.

Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttirr (Gugga Lísa) er þrítug söngkona, fædd í Reykjavík. Hefur stundað nám í Tónlistarskóla FÍH. Gugga Lísa hefur komið fram og unnið í tónlist frá 16 ára aldri. Síðustu átta ár hefur hún mest megnis sungið kristilegt rokk og gospel og er hún það sem kallast lofgjörðarleiðtogi, leiðir söng og lofgjörð í Smárakirkju og Hjálpræðishernum. Hún er einnig stundum kölluð til í fleiri kirkjur og viðburði að syngja og spila. Söng fyrstu þrjú árin í kristilega rokkbandinu UNG sem margir kannast við. Samdi lögin „Soldiers of The Word Unite“ og „Kvöldbæn“ sem eru orðin vinsæl í kristna geiranum. Guðbjörg hefur unnið nokkuð í hljóðverum, sungið innlend og erlend demó fyrir lagahöfunda og komið að ýmsum öðrum söngverkefnum, sungið inn á plötur, bæði bakraddir og einsöng.

Hægt er að nálgast lögin Kvöldbæn og Soldiers of the word UNITE  á youtube.

IMG_4268

Lag: Ingvi Þór Kormáksson. Texti: Kristján Hreinsson. Gítar/Fiðla: Matthías Stefánsson. Annar hljóðfæraleikur: Birgir J. Birgisson.

Upptökustjórn: BJB

Comments are closed.