LAGÐI TAKKASKÓNA Á HILLUNA Í LIVERPOOL OG RAPPIÐ TÓK YFIR

0

Reynir Haraldsson (OMT MUSIC) er 22 ára tónlistarmaður sem búsettur er í miðbæ Liverpool en þar er hann að læra Audio Production. Reynir hefur verið á leiðinni að gefa út lag í um 4 ár en var alltaf að velta því fyrir sér hvernig tegund af tónlist hann ætti að gera og hvort hann ætti að syngja á Íslensku eða ensku. Reynir hefur ekki langt að sækja sýna tónlistarhæfileika en faðir hans er tónlistarmaðurinn Halli Reynis.

„Ég hef spilað á gítar frá því að ég var 8 ára og pabbi minn er trúbador og hefur gefið út í kringum 8-9 plötur hér á landi. Ég er í raun alinn upp við að spila á gítar og lét flúra stóra mynd af John Mayer á löppina á mér fyrir 2 árum, ég er það háður góðu gítarspili.“ – Reynir

Reynir var mikið í fótbolta en ákvað að einbeita sér meira að tónlistinni og náminu. Með náminu í Liverpool kynntist Reynir strák sem heitir Matty Fox og hafa kapparnir unnið vel saman í tónlistinni en Reynir segir að Matty Fox sé mikill talent í að útsetja tónlist.

„Ég hef verið að gera rapp tónlist með honum en samt með mínu ‘twisti’ því ég vill gera tónlist og skrifa texta sem ég í raun stend fyrir og get verið ég sjálfur, þar að leiðandi þykir mér svo ótrúlega vænt um þegar einhver fýlar það sem ég er að gera.“ – Reynir

Reynir gaf út EP plötuna God Flows þann 1.Febrúar síðastliðinn og tónlistarmyndband við lagið „Complicated“ sem er unnið af Beit Productions. En það er meira í vændum hjá kappanum en hann er að senda frá sér um miðjan apríl God Flows 2.0 sem verður í kringum 5 lög líkt og fyrri platan.

Það er ekkert nema góðir tímar framundan hjá kappanum og fáum við íslendingar að kynnast tónlistinni hans enn nánar þegar hann kemur til landsins í apríl til að taka upp myndband við eitt af lögunum á nýju plötunni God Flows 2.0, en hann mun þá spila á tónleikum hér heima og fáum við að vita af því þegar nær dregur.

Hér má horfa á myndbandið við lagið „Complicated.“ Myndbandið er tekið upp og leikstýrt af Þorsteini Roy Jóhannsyni.

Skrifaðu ummæli