LAGASERÍA MEÐ HINUM ÝMSU SÖNGVURUM

0

hugar

Breska tónlistarsíðan The Line of Best Fit frumflytur nú nýtt lag frá dúettunum Hugum. Lagið heitir „Waves“ og skartar Arnóri Dan úr hljómsveitinni Agent Fresco.  Þetta er fyrsta lag Huga í lagaseríu sem mun koma út á næstu mánuðum með hinum ýmsu söngvurum, íslenskum sem erlendum.

hugar-2

Hugar eru Bergur Þórisson og Pétur Jónsson og gáfu þeir út frumraun sína, Hugar árið 2014. Tvö lög af frumrauninni hafa náð rúmlega 8 milljón spilunum á Spotify lagalistanum „Peaceful Piano.“

Hugar koma í fyrsta skipti fram á Iceland Airwaves í ár í Kaldalóni Hörpu á miðvikudagskvöldið kl. 22.20 og svo á off-venue tónleikum í Stúdentakjallaranum á föstudaginn kl. 16.00.

Hér fyrir neðan má hlýða á lagið umrædda á vefsíðu The Line Of Best Fit: https://www.thelineofbestfit.com/new-music/discovery/hugar-waves

www.hugarmusic.com

Comments are closed.