LAGAFFE TALES SENDIR FRÁ SÉR STUTTMYNDINA „RVK MOODS“

0

Lagaffe 2 (1)

Íslenska plötuútgáfan Lagaffe Tales hefur verið að gera það ansi gott að undanförnu en á dögunum sendi hún frá sér sína fyrstu vínylplötu. Tveir snillingar standa að útgáfunni en það eru Viktor Birgisson og Jónbjörn Finnbogason en í gær sendu þeir frá sér ansi skemmtilega stuttmynd sem ber heitið „RVK Moods.“

lagaffe 2

RVK Moods fjallar um Lagaffe Tales, hvernig varð útgáfan til og hvað gerist á bakvið tjöldin svo fátt sé nefnt. Myndin gefur ansi góða innsýn inn í plötu bransann og eitt er víst að mikil vinna fer í að reka plötufyrirtæki!

Við látum RVK mood hafa orðið en hér er á ferðinni frábær mynd sem er virkilega gaman að horfa á!

Viktor Birgisson sá um upptökur og klippingu.

Comments are closed.