LÆVÍST, DRUNGALEGT OG AFSLAPPAÐ

0

rúlla

Logi Geimgengill og Hermann H. Bridde sem flestar þekkja úr hljómsveitinni Shades Of Reykjavík, Mælginn og 24/7 voru að senda frá sér brakandi ferskt lag sem ber heitið „Rúlla Um.“

Logi og Hermann sáu um útsetningu lagsins á meðan þeir síðarnefndu sjá um söng. Þeir sem þekkja til kappana vita að þeir eru fagmenn fram í fingurgóma og er umrætt lag þar engin undantekning!

„Rúlla Um“ er lævíst, drungalegt og afslappað lag sem á vel við myrkrið sem er að skella á. Skellið þessu í eyrun gott fólk og fljótið út fyrir tímann.

Skrifaðu ummæli