LÆTUR Í SÉR HEYRA SEM SÓLÓLISTAMAÐUR

0

h-karl

Tónlistarmaðurinn H-Karl (Rímnaríki) var að senda frá sér brakandi ferskt lag sem ber heitið „Byrjum Hægt.“ H-KARL er búinn að vera lengi að en er nú loksins að láta að sér kveða sem sólóartisti. Stefnan er sett á að halda áfram, semja meira af efni og spila fljótlega á nýju ári.

h-karl2

Lagið er algjört partý og fjallar það í stuttu máli um skemmtanalíf, djamm og samskipti við hitt kynið. Viðlagið tengist því að við íslendingar förum seint á djammið, byrjum hægt og getum ekki hætt! Lagið er fullt af skemmtilegum viðlíkingum og ýmsum skírskotum sem flestir ættu að geta tengt við.

Skrifaðu ummæli