LÆTIN FRÁ DJAMMINU LEKUR INN Á MÍKRAFÓNANA

0

Tónlistarmaðurinn Swan Swan H er helvíti öflugur þessa dagana en hann var að senda frá sér brakandi ferskt lag sem ber heitið „InsiDE.” Lagið er tekið af komandi plötu kappans U.F.O en hún lýtur dagsins ljós nú í sumar! Svanur Herbertsson eins og hann heitir réttu nafni býr í miðbæ Reykjavíkur nánar tiltekið rétt hjá skemmtistaðnum Prikinu.

„Ég á heima mjög nálægt Prikinu þó ég fari mjög sjaldan inn! Rúmmið mitt titrar útaf nýja bassabotninum þeirra og ég er aldrei einmanna því það er alltaf stemning beint fyrir utan gluggann. Ég fæ gríðarlegt „creative energy” bara útaf mannlífinu beint fyrir utan, t.d þá lekur inná míkrafónana lætin í djamminu, skvaldur í fólki og hróp og köll, og þó það heyrist ekki í laginu þá er það þarna sem gefur þessu eitthvað spirit.“Swan Swan H

Svanur eða Swan SWan H segir að hann hefur verið að gefa lögunum sínum sjálfstætt líf en það mun bera mun meira á honum þegar platan kemur út!

„Turtles kíktu allavega stundum uppá yfirborðið til að ná sér í Pizzu.“ Swan Swan H

Skrifaðu ummæli