KYNSLÓÐ OKKAR ER OFDEKRUÐ OG ALLSLAUS

0

pizza-3

Hljómsveitin GLACIER-PIZZA var að senda frá sér sitt fyrsta lag og myndband sem ber heitið „Life Wasting Guilt,“ og er myndbandið nú frumsýnt hér á Albumm. Hljómsveitin er glæný og samanstendur af Katrínu Helgu úr Reykjavíkurdætrum, Hljómsveitt og krika og ítölsku tónlistarkonunni Caterina Vannucci úr hljómsveitinni Celluloid Jam.

Hvernig kom þessi hugmynd til að gera lag saman?

„Mig langaði bara að gera eitthvað sjúklega skemmtilegt með vinkonu minni.“ 

pizza-2

Geturðu sagt okkur aðeins um lagið?

„Lagið fjallar um kynslóðina okkar sem er á sama tíma ofdekruð og allslaus. Við erum að drukkna í forréttindum sem við erum flest með bullandi samviskubit yfir en á sama tíma niðurlægð yfir því að vera svona háð foreldrum okkar. Ofan á það erum við öll með ranghugmyndir um að vera rosalega einstök. Eina lausnin er bara að leika sér og hafa gaman.“ 

pizza-1

Hvernig varð nafnið GLACIER-PIZZA til?

„Við vildum að nafnið gæfi til kynna mismunandi uppruna okkar, svo við skeyttum saman einu mjög íslensku og einu mjög ítölsku og úr varð GLACIER-PIZZA.” 

Myndbandið er tekið í London þar sem þær búa.

Comments are closed.