KYNNTUST Á KAFFIHÚSI OG DRAUMURINN VARÐ AÐ VERULEIKA

0

Bjarni Benediktsson og Una Sóley Sævarsdóttir skipa hljómsveitina Birth Ctrl en þau voru að senda frá sér nýtt lag og myndband. Lagið ber heitiö „Fogery“ og má finna á væntanlegri plötu sveitarinnar sem kemur út í sumar.

„Við kynntumst þegar við vorum að vinna saman á kaffihúsi og ákváðum að stofna hljómsveit þegar við föttuðum hvað við vorum með svipaðan tónlistarsmekk. Spiluðum á fyrstu tónleikunum okkar í September 2016 og höfum verið á fullu að semja tónlist síðan þá og móta soundið okkar. Við spilum fjölbreytta tónlist sem væri hægt að skilgreina sem synth popp, en drögum mikinn innblástur frá ambient tónlist og noise rokk tónlist eins og Sonic Youth og My Bloody Valentine. Erum að vinna í okkar fyrstu plötu núna.“ – Bjarni

Forgery fjallar um erfiðar upplifanir og tilfinningar, og hvernig maður á það til að bæla þær niður og leita frekar í einhverja „self destructive“ útrás.

„Við tókum lagið upp og mixuðum í svefnherbergis-stúdíóinu okkar og gerðum fimm mismunandi útgáfur af því áður en við völdum þessa sem við gáfum út.“ – Bjarni

Myndbandið gerðu þau með honum Birni Rúnarssyni sem þau kynntust einmitt á sama kaffihúsi.

„Okkur langaði að gera okkar eigin abstract útgáfu af hip hop myndböndunum þar sem listamenn flytja lögin sín á flottum staðsetningum fyrir framan flott farartæki.“ – Una Sóley

Hér er á ferðinni einkar skemmtilegt lag og myndband þar sem textinn fjallar um grímur sem margir ganga með, þá ákváðu þau að vera með grímur í myndbandinu.

Skrifaðu ummæli