KYNNTIST THE PRODIGY Í KRISTILEGUM HEIMAVISTARSKÓLA

0

Aron Bergmann og Þórunn Antonía.

Tónlistarhátíðin Secret Solstice nálgast óðfluga og spennan stigmagnast með degi hverjum! Dagskráin í ár er sko alls ekkert slor en þar koma meðal annars fram, Foo Fighters, Chaka Khan og Anderson Paak svo fátt sé nefnt. Margir eru þó afar spenntir að sjá orkuboltana og íslandsvinina í The Prodigy enda engin furða þar sem þeir eru þekktir fyrir að trylla líðinn hvert sem þeir fara!

The Prodigy.

Aron Bergmann Magnússon er harður The Prodigy aðdáandi en hann sá þá í Kaplakriku árið 1994 en ekki nóg með það heldur fékk hann ljósmynd af sér með Keith Flynt og eiginhandaráritun!

Þórunn Antonía kíkti á Aron Bergmann og spurði hann út í The Prodigy áhugann, ljósmyndina, eiginhandaráritunina og að sjálfsögðu um komandi tónleika þeirra á Secret Solstice!

Secret Solstice fer fram dagana 15. – 18. Júní. Hægt er að nálgast miða á Tix.is

Myndband: Ingveldur Þorsteinsdóttir.

http://secretsolstice.is

Instagram

Skrifaðu ummæli