KVÖLDSTUND MEÐ WOODY ALLEN 2. OKTÓBER

0

riff_2015-02 (1)

Kvikmyndir Woody Allen eru mörgum hugfangnar og munu þær ekki vanta þetta árið á riff. Kvikmyndir hans snerta marga sem hafa áhuga á hinum margflóknu brestum mannsins og mannlegum samskiptum. Það sem einkennir einnig myndir Allen er tónlistin, sem spilar mjög stórt hlutverk í þeim öllum. Tónlistin sem er í miklum meirihluta Jazz frá fimmta til sjöunda áratugarins, er Woody hjartfólgin.

7S0XJk9cSdKwTVJkOsesMx7AExy

Kvikmyndirnar eru uppfullar af músík og varla líður sú mínúta sem ekki er tónlist sem skreytir samtöl leikarana. Á tónleikunum Kvöldstund með Woody Allen mun Jazzkvintettinn Bananar leika lög úr mörgum myndum Woody Allen og leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir fer með okkur í gegnum kvikmyndasögu leikstjórans á lifandi hátt, svo áhorfendur geti rifjað upp kynni sín af persónum og leikendum Allens. Frá Radio Days til Manhattan, og systrum Hönnu til Annie Hall munu tónar óma um Salinn í Kópavogi.

Jazzkvintettinn Bananar. Haukur Gröndal, saxófónar og klarinett. Ásgeir Ásgreirsson, gítar. Gunnar Gunnarsson, píanó. Þorgrímur Jónsson, kontrabassi. Hannes Friðbjarnarson, trommur. 

Kvöldstund með Woody Allen verður 2. október kl. 20:00 í  Salnum kópavogi Miðaverð: 3.900 kr

Comments are closed.