Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs: Allar fimm myndirnar sýndar í Bíó Paradís.

0

Myndirnar sem eru tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlands verða allar sýndar í Bíó Paradís dagana 18. – 21. Október. Myndirnar eru sýndar með enskum texta og kostar aðeins 800 kr inn!

Bíó Paradís sýnir allar myndirnar í samstarfi við Nordisk Film og TV Fond, en vinningshafinn verður tilkynntur við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 30. október 2018 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Osló, Noregi.

Sérstakur heiðursgestur Bíó Paradísar er finnski leikstjórinn Teemu Nikki, en mynd hans Euthanizer er opnunarmynd dagskránnar. Opnunarviðburður og sérstök boðssýning verður haldin fimmtudaginn 18. október kl.20:00.

Frítt inn og allir velkomnir – nánar hér.

Aðrar tilnefndar myndir til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs:

Vetrarbræður (DK) – sýnd á laugardaginn 20.október kl 20:00 að viðstöddum Hlyni Pálmasyni leikstjóra myndarinnar og Julius Krebs klippara myndarinnar – spurt og svarað á eftir – miðasala hér.

Kona fer í stríð (IS) – sýnd á sunnudaginn 21.október kl 20:00 – miðasala hér.

Thelma (NO) – sýnd á föstudaginn 19.október kl 17:45 – miðasala hér.

Ravens (SWE) – sýnd á sunnudaginn 21.október kl 17:45 – miðasala hér.

 

Mærin – Frumsýnd 19. Október.

Mæri vann Un Certain Regard flokkinn á Cannes í ár og er frumlegasta og skemmtilegasta myndin sem þú munt sjá á þessu ári! Yfirnáttúrulegur hryllingur í bland við rómantík og Nordic Noir eftir höfundana Ali Abbasi og Isabella Eklöf, John Lindquist (sem þekktust eru fyrir vampírumyndina Let the Right One In)!

Mæri er róttæk sýn á Norrænar þjóðsögur, en myndin fylgir sögu landamæravarðarins Tina sem er vansköpuð og utanveltu í þjóðfélaginu, en hún býr að hreint ótrúlegu sjötta skilningarviti fyrir að bera kennsl á smygglara, þar sem yfirnáttúrulegt lyktarskyn hennar gerir hana að ómissandi liðsfélaga. Sem nokkurs konar mennskur fíkniefnaleitarhundur, getur hún skynjað skömm, ótta og sekt á ferðalöngum, þangað til einn dag þegar hún hittir Vore sem er fyrsta persónan hún getur ekki borið kennsl á, en uppfrá því verður hún að endurmeta hennar eigin tilveru.

Miðasalan á Mæri er hafin hér!

The Craft – Föstudagspartýsýning!

Hver hefur ekki verið í gaggó og fiktað við galdra með skelfilegum afleiðingum? Gestir Bíó Paradísar eru boðnir velkomnir á svakalega föstudagspartísýningu þar sem allt getur gerst!!

Myndin skartar þeim Robin Tunney, Fairuza Balk, Neve Campbell, Rachel True í aðalhlutverkum. Aðrir leikarar sem margir eiga eftir að kannast við í myndinni eru þeir sem eru Breckin Meyer (Clueless), Christine Taylor (Zoolander) og Brenda Strong (Desperate Housewives). Ekki missa af þessari geggjuðu föstudagspartísýningu á THE CRAFT, 19. október kl 20:00!

Miðasalan er hafin hér!

Svartir Sunnudagar – Dirty Harry.

Árið er 1971 í San Francisco. Brjálæðingur gengur laus sem þekktur er undir nafninu Scorpio. Hann skýtur niður saklaus fórnarlömb sín og skilur síðan eftir miða með lausnargjaldskröfu á vettvangi glæpsins.

Clint Eastwood og þú á Svörtum Sunnudegi, 21. október kl 20:00!

Miðasalan er hafin hér!

Matangi/Maya/M.I.A – Miðarnir rjúka út! – Einstök sérsýning miðvikudaginn 24. Október kl 20:00.

Heimildamynd um hina óviðjafnanlegu M.I.A. byggð á persónulegum upptökum frá síðustu 22 árum. Ótrúleg saga um það hvernig dóttir andspyrnuhetju Tamíl tígranna í Sri Lanka, og síðar vandræðaunglingur í London, rís upp til að verða að einum stærsta listamanni heims, og frumkvöðli í hip-hop tónlist og götulist. Margverðlaunuð mynd frá Sundance hátíðinni og eitthvað sem enginn tónlistaáhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara.

Miðarnir rjúka út og nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á þessa einstöku upplifun hér!

Kler (Clergy) setti aðsóknarmet síðustu helgi!

Fullt var út úr dyrum á KLER fyrstu frumsýningarhelgina og situr myndin í fjórða sæti yfir aðsóknarmestu myndir landsins. Bíó Paradís hefur aldrei tekið á móti jafnmörgum gestum og um síðustu helgi.  Náið ykkur í miða hér.

Myndin hefur vakið mikið fjaðrafok í Póllandi, þar sem kaþólska prestastéttin kallar eftir því að myndin verði bönnuð, en slíkt hefur ekki gerst frá því að Pólland var kommúnískt ríki. Þrír kaþólskir prestar hittast eftir langan aðskilnað. Þeir hafa farið ólíkar leiðir í lífinu, en eru allir siðblindir og veiklyndir. Þeim er satt að segja „ekkert heilagt“. Er þeim viðbjargandi? Margir eru farnir að spyrja sig um hvað öll lætin snúast en miða á þessa bráðskemmtilegu mynd má nálgast hér.

Bráðum verður bylting! – Heldur áfram í sýningu!

Þessari djörfu og hressandi heimildamynd var vel tekið á fyrstu sýningum í Paradís og höfum við ákveðið að framlengja henni um eina viku. Fjörugar umræður og samtöl hafa spunnist um efni myndarinnar, en hún fjallar um sendiráðstökuna í Stokkhólmi 1970. Ekki láta þig vanta í byltinguna!  Miðasalan er hér

Mandy heldur áfram í reglulegum sýningum

Nýjasta mynd Nicolas Cage frá leikstjóranum Panos Cosmatos með síðasta soundtracki Jóhanns Jóhannssonar!

Myndin gerist árið 1983 þar sem skógarhöggsmaðurinn Red (Nicolas Cage) býr í kofa í afskekktum hluta skógarins, ásamt kærustunni hans Mandy (Andrea Riseborough) sem eyðir dögunum í lestur fantasíu bóka. Dag einn vekur hún athygli klikkaðs leiðtoga sértrúasöfnuðar sem vekur upp hóp mótorhjóladjöfla til að ræna Mandy. Vopnaður keðjusög ásamt öðrum vopnum heldur Red af stað og svífst einskis til að ná Mandy aftur, þar sem hann skilur eftir sig blóðuga og ofbeldisfyllta slóð af líkum á leiðinni. Myndin sló í gegn hjá fastagestum Bíó Paradísar um helgina – náðu þér í miða hér!

Korasala hér.

Bioparadis.is

Skrifaðu ummæli