Kveðjustundir, Íslenskur vetur og mikill sköpunarkraftur

0

Franski tónlistarmaðurinn Thincœur var að senda frá sér nýtt lag og myndband en það ber heitið „Farewell.” Eliade eins og hann heitir réttu nafni flutti til Íslands í September 2017 gagngert til að kynnast íslensku tónlistarlífi. Kappinn er ekki einsamall í laginu en hann nýtur aðstoðar frá æsku vini sínum Fang The Great og er útkoman virkilega skemmtileg!

Lagið fjallar um kveðjustundir og hverskonar tilfinningar þær geta framkallað en lagið fjallar einnig um þær tilfinningar þegar Thincæus kom fyrst til Íslands, einmanaleiki, ró og mikill sköpunarkraftur!

„Farewell” var samið að mestu hér á landi en Thincæur segir að íslenska skammdegið og veturinn hafi veitt sér mikinn innblástur.

Instagram

Skrifaðu ummæli