KVARTETT SIGURÐAR FLOSASONAR Á MÚLANUM – SÍGRÆNIR STANDARDAR

0
Á næstu tónleikum haustdagskrár Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu, miðvikudaginn 1. nóvember mun kvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar koma fram. Kvartettinn flytur vel valda sígræna jazzstandarda, ekki þá mest spiluðu en frábær og fjölbreytt lög. Ásamt Sigurði koma fram Kjartan Valdemarsson á píanó, Þorgrímur Jónsson á bassa og trommuleikarinn Einar Scheving.
Alls ellefu spennandi tónleikar verða á dagskránni alla miðvikudaga fram í byrjun desember. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is
Múlinn er á sínu 21. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóðnum og SUT sjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.

Skrifaðu ummæli