KVARTETT PHIL DOYLE OG EINARS SCHEVING Á TÓNLEIKUM MÚLANS

0

Það er komið að opnunartónleikum hausttónleikaraðar Múlans miðvikudaginn 27. september á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu. Spennandi dagskrá Múlans hefst að þessu sinni með tónleikum kvartetts saxófónleikarans Phil Doyle, sem kemur frá Chicago í Bandaríkjunum og Einars Scheving. Þeir félagar hittust í Miami þegar þeir voru báðir við nám við University of Miami. Þeir hafa haldið sambandi æ síðan og luku þeir nýverið við að hljóðrita fyrstu sólóplötu Phil Doyle. Hljómsveitin mun leika lög eftir Phil og Einar, í bland við vel valda standarda. Ásamt þeim koma fram Eyþór Gunnarsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson.

Alls ellefu spennandi tónleikar verða á dagskránni alla miðvikudaga fram í byrjun desember. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is

Múlinn er á sínu 21. starfsár en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóðnum og SUT sjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.

Skrifaðu ummæli