KVARTETT EINARS SCHEVING FAGNAR ÚTGÁFU PLÖTUNNAR „INTERVALS“ Í HÖRPU

0

einar 2

Kvartett Einar Scheving sendi nýverið frá sér breiðskífuna „Intervals“ en Einar er einn helsti trommu og slagverksleikari þjóðarinnar. Kvartettinn skipa auk Einars þeir Eyþór Gunnarsson, saxafónleikarinn Óskar Guðjónsson og bassaleikarinn Skúli Sverrisson.

EINAR
Útgáfutónleikar verða í Hörpu næstkomandi laugardag kl 21:00 og hægt er að nálgast miða á Tix.is
Sveitin mun leika í bland efni af plötunum Cycles og Land Míns Föður, en Einar hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir þær báðar. Þetta er í fyrsta sinn sem kvartettinn kemur saman fullskipaður utan hljóðvers.
Ekki láta þetta framhjá þér fara því ljúfari og fallegri tóna færðu varla á gamla góða Íslandi.

Comments are closed.