KÚSTASKÁPURINN Í NEW YORK VARÐ AÐ UPPTÖKUKLEFA

0

julian-2

Tónlistarmaðurinn Julian Civilian var að senda frá sér brakandi ferska átta laga plötu. Skúli Jónsson (Julian Civilian) er ný fluttur heim frá New York en þar dvaldi hann í rúmt ár og sankaði að sér lögum fyrir umrædda plötu.

„Ég var kominn með dágóðan lagabunka í byrjun ársins sem ég valdi svo sjö lög og ákvað að taka þau upp í mars, um það leyti sem byrjaði að vora á strætum borgarinnar.“ – Julian Civilian.

julian

Öll lögin eru tekin upp heima hjá honum í Morningside Heights hverfinu í New York en kappinn hafði einungis einn gítar meðferðis. Julian notaði kústaskáp sem upptökuklefa en að hanns sögn var hann lúmskt rúmgóður. Til að fá nýja vídd á lögin sendi hann þau á tónlistarmanninn Jón Ólafsson (Ný Dönsk o.fl.) en hann spilaði á hljómborð inn á lögin. Að lokum tók Siggi „hnífur“ Angantýsson (Knife Fights o.fl.) við öllum upptökum og mixaði og masteraði plötuna auk þess að spila á hljóðgervil og trommuheila.

„En sagan á bak við nafnið er þannig að ég gerðist fastagestur á huggulegu kaffihúsi í hverfinu mínu, The Hungarian Pastry Shop, og þar gaf ég alltaf upp nafnið Julian þegar ég pantaði mér kaffi og smjördeigshorn. Ástæðan fyrir því var sú að ég hafði verið að lesa einhverja bók í fyrra haust þar sem aðalpersónan hét Julian. Fyrir utan augljós líkindi með nafninu mínu, Skúli.„ – Julian Civilian.

Julian Civilian mun spila á sínum fyrstu tónleikum í kvöld miðvikudaginn 12.október á Gauknum, ásamt Knife Fights og fleiri góðum.

Hér fyrir neðan má hlýða á plötuna í heild sinni.

Comments are closed.