KSF

0

KSF ÁSTA COVER

KSF (Killer Sounding Frequencies) er ein heitasta danstónlistar hljómsveit okkar íslendinga þó víðar væri leitað. Friðrik Thorlacius og Sigurjón Friðriksson eru mennirnir á bakvið KSF en þeir hafa verið ansi lengi í bransanum og vita því algjörlega hvað þeir eru að gera! Albumm.is náði tali af köppunum og sögðu þeir okkur frá áhrifavöldum sínum, hvernig þetta byrjaði alltsaman og hvað er framundan svo fátt sé nefnt.


Hvað er KSF búið að starfa lengi og hvernig kom það til að þið fóruð að vinna saman?

Við byrjuðum að vinna saman árið 2012 og fórum fljótt í að remixa. Þar fór boltinn strax að rúlla og höfum við remixað heilmikið af artistum eins og Sísý Ey (Aint Got Nobody), Gorillaz (Feel Good Inc), Nikka Costa (Like A Feather), James Blake (Retrograde) en það var og er ennþá eitt af okkar vinsælustu remixum hingað til. Svo höfum við verið að vinna mikið með Andreu (Alvia Islandia) og hefur það samstarf verið mjög vel tekið með KSF soundið og þar sem að hún er klárlega flottasti kvennrappari íslands þessa dagana! Alvia er einmitt að klára tónlistarmynband við Sugar Complex sem að er úr smiðju KSF.

KSF

Hver er tónlistarbakgrunnur ykkar og hvernig fenguð þið áhuga á að búa til tónlist?

Friðrik hefur meiri reynslu þar sem að hann var í rappinu í gamla daga og var að gera takta sem að þróaðist svo út í áhugann á meiri taktagerð og svo yfir í house tónlistina sem að dró okkur saman.
Spilaði mikið fyrir Techno.is frá árunum 2006-2011 með þríeykinu Plugg’d sem að gerði góð skil á þessu tímabili og öðlaðist mikla taktík og reynslu. Sigurjón byrjaði snemma að hafa áhuga á house tónlistinni og hefur tileinkað sér hana með miklum eldmóð og er mikill spekúlant um hvað hljómar skemmtilega og hvað ekki. Sigurjón var að fikta við að spila á böllum á yngri árum og tók það föstum tökum frá 2012 og hefur fengið digga aðstoð frá Arnari og Frímann í Hugarástand.

Hvernig munduð þið lýsa tónlistinni ykkar og spilið þið bara eigið efni þegar þið spilið?

Við höfum fundið okkar KSF sound, þennann prakkara sem að maður finnur þegar maður bítur í neðri vörina og grettir sig.  Það er það sem að okkur langar að fólk finni í hvert einasta skipti.
Við viljum líka að fólk finni fyrir gleðinni sem að fylgir okkur í studio-inu því að það er ekkert skemmtilegra en að vera með góðum hóp að semja eitthvað nýtt sem að hreyfir ekki bara við okkur heldur öllum á einn eða sama háttinn, það er tengingin sem að fólk getur auðveldlega tengt KSF soundinu og líkað vel við fyrstu hlustun. Við gætum haldið tónleika í all nokkra tíma með einungis lögum eftir okkur en þegar við tökum að okkur Dj gigg þá reynum við að blanda okkar með eða byrja á tónlist eftir aðra og klára svo bara með okkar tónlist sem að hefur verið tekin mjög vel í.

Þegar þið gerið tónlist notið þið eitthvað analog eða er þetta mest gert í t.d. Ableton Live eða sambærilegum forritum?

Við notum meira og minna bara forritið Ableton Live,  einfalt, þægilegt og notendavænt sem hægt er að fleygja fram allskonar hugmyndum hratt og örugglega.
Við tökum upp raddir, breytum og effectum og sömplum mikið líka sem að heldur þessu lifandi, enda koma bestu hugmyndirnar útfrá því að fikta sem mest! Síðan fáum við til okkar hljóðfæraleikara í einstök verkefni.

Nú eruð þið að flytja erlendis hvert eruð þið að flytja og hvað eruð þið að fara að gera?

Okkur hefur langað að fara út í langann tíma og í kjölfar velgengni KSF sjáum við fram á að við höfum eitthvað upp á að bjóða í hinum stóra heimi og ætlum á sækja drauminn heim, svo einfalt er það. Danmörk ætlar að verða fyrir valinu í þetta skipti, þá erum við allavega komnir út, auðveldara, ódýrara og skemmtilegra verður að ferðast milli borga og heimsálfa.
Við erum að spila í Gautaborg 4. júlí á Club Mythos sem er 1000 manna klúbbur og erum á mainstage þar sem að það eru tvö svið. Einnig komum við fram annað árið í röð á Secret Island Nation festival í svíðþjóð sem er haldið á eyju sem að minnir á paradís úr bíómynd það er svo fallegt þarna. En fólk var svo ánægt með okkur í fyrra að við vorum bókaðir strax aftur. Þannig að næstu verkefni hjá okkur verða að spila mikið í Danmörku og láta svo tónana fljúga með okkur á milli staða.

KSF-SOUNDCLOUD

Hver er sagan á bakvið nafnið KSF?

Þegar KSF var stofnað vorum við þrír í bandinu og það vantaði nafn þegar boltinn fór að rúlla.
Hugmyndin var að nota fyrsta staf nafns hvers og eins hljómsveitar meðlims til að vera með einhverja tengingu sem að er mjög erfitt að ná, en Karó, Sigurjón & Friðrik mynda semsagt KSF.
Friðrik kom síðan með aðra tengingu sem að er í raun nafnið á bandinu í dag (Killer Sounding Frequencies) sem okkur fannst henta KSF mjög vel í okkar flokki tónlistarlega séð. Í dag erum við hinsvegar bara tveir og er Karó að plötusnúðast á Íslandi.

KSF WALLPAPER

Hvert stefnið þið, er það heimsyfirráð eða dauði?

Eins og með eurovision þá er alltaf draumurinn um að vinna en þetta tekur allt sinn tíma, vinnu og þrautseigju. Við erum flottur hópur sem að vill hafa gaman af þessu og ekki væri verra að geta hreinlega unnið við þetta á næstu misserum.

Ef það væri gerð bíómynd um ykkur hver mundi leika ykkur og um hvað væri myndin?

Friðrik yrði leikinn af Goldie Hawn & Sigurjón af Susan Sarandon og þetta væri epísk partýblaðra með fullt af gleði og óvæntum uppákomum ef að þú veist hvað ég meina!

Getið þið nefnt mér topp fimm áhrifavalda ykkar í gegnum tíðina og hvernig áhrif fenguð þið út frá því?

Friðrik:

The Prodigy – Liam Howlett er einn af allra flottustu pródúserum heims og þarf vart að kynna fyrir aðdáendum hljómsveitarinnar en það er númer eitt, tvö og þrjú greddan í soundinu og orkan sem að fékk mig til að hlusta meira og mótaði mig klárlega sem tónlistarmann. Einn daginn mun ég gera lag með þessum mikla meistara!

Primal Scream – Hippa tónlist af bestu gerð, eitthvað sem að ég ólst upp við og mamma hlustaði mikið á! Það er eitthvað við þá sem að ég fýla enda finnst mér ég vera gömul sál sem að elskar allt og alla.

Beck – Hann er mikill snillingur og skemmtilegur, ég var ekki beint mikið að hlusta á plötur með beck en hafði mjög gaman af Midnight Vultures, þar sýndi hann fjölbreytileika og mikla dirfsku.

Útvarpsþátturinn Skýjum Ofar – Þarna er ég að uppgötva svo mikið á stuttum tíma og áhuginn svakalegur á tónlist. Þarna heyrði ég t.d. hvað væri hægt að gera flott remix af gömlum lögum og það sem að opnaði eyrun mín mest var þegar ég heyrði Ready or not remixið með dj sem að kallar sig Zinc. Finnst ennþá gaman að heyra það í dag og þetta fékk mig til að skoða dýpra inn í tónlist en Það hljómaði mikið á stöðinni ásamt hardcore oldschool dóti frá Acen og Ajax. Góðir tímar og allt saman tekið upp á kassettu og spilað í smíðatímanum í Hólabrekkuskóla eftir hvert eitt og einasta þriðjudagskvöld!

Muse – Hélt fyrst að þetta væri íslenskt band þegar ég heyrði “New Born” í útvarpinu og varð ástfanginn, fór og garfaði á netinu og þá bara bamm, þeir eiga svo mikið af flottu dóti sem að ég sturlaðist yfir og féll í nett dá yfir headphones og bara hlustaði á allt! Matthew Bellamy er “one of my icons” þvílíkur tónlistarmaður!

Sigurjón Friðriksson – Mikill vinur og maður sem að hefur kennt mér heilmikið og á skilið svo ofboðslega mikið,  við höfum þekkst í dágóðann tíma en urðum bestu vinir á hárréttum tíma. Þetta köllum við bræður.

Sigurjón:

Michael Jackson – Dansarinn í mér fór í gang á þessum tíma þegar Jackson gaf út BAD plötuna. Gat varla setið kyrr ef ég heyrði í Jackson og finnst fátt skemmtilegra en að skella mér á dansgólfið en bara ef það er góð tónlist í gangi.

The Prodigy – Með fyrstu plötum sem ég eignast og mótaði þetta það sem eftir kom. Ellefu ára gamall fór ég alltaf í músík og myndir Hafnarfirði og hékk þar alla daga að hlusta á raftónlist aðallega því starfsmaðurinn á þeim tíma í búðinni var mikilll danstónlistarunnanndi og kannski á ég honum að þakka að ég sé með það eyra sem ég hef á tónlist í dag.

Chemical Brothers og Valli bróðir – Brothers gonna work it out. Lag sem að er í miklu uppáhaldi hjá mér og bróðir mínum og er það honum að þakka að ég kynntist megninu af raftónlistinni. Hlustuðum mikið á Chemical saman bræðurnir og mótaðist ég í því samferða honum.

Hugarástandsbræður – Þeim Arnari og Frímanni á ég mikið að þakka. Þeir kynntu mig fyrir allskonar tónlist og listamönnum sem voru spilaðir á klúbbum löngu fyrir aldamótin og bý ég að því í dag að eiga fullt af tónlist frá þeim tíma og blanda saman við nýrra efni. Þeir kenndu mér í raun að spila með því að leiðbeina mér þegar ég spurði hvernig þetta allt saman virkaði. Arnar sat yfir mér þegar ég var að byrja að mixa og leiðbeindi mér vel. Ég sjálfur hef mikið gaman að sýna nýjum plötusnúðum handtökin líkt og mér var kennt og því stuðla að menn mixi með eyrunum en ekki stóla á að tölvur eða tæki geri það fyrir sig.

Friðrik – Þessi maður hefur einna helst áhrif á það sem ég er að gera í dag.  Kenndi mér að búa til tónlist og á eftir að hafa mikil áhrif á það sem ég er að fara að gera í framtíðinni.

Hvað er framundan hjá KSF?

Að halda áfram að dreifa gleðinni, vera með í gleðinni og vera glaðir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Comments are closed.