KSF TAKA ÞÁTT Í GROOVE CRUISE REMIX KEPPNI

0

KSF 4

Friðrik Thorlacius og Sigurjón Friðriksson skipa hljómsveitina KSF (Killer Sounding Frequencies) en kapparnir hafa verið að gera það mjög gott í danstónlistarsenunni að undanförnu. Drengirnir fluttu til Svíþjóðar á dögunum en þar eru þeir búnir að koma sér upp glæsilegu hljóðveri og ætla að gera út þaðan á næstunni.

ksf 3

ksf 2

KSF bræður voru að senda lag inn í Remix keppnina Groove Cruise en það er skemmtiferðaskip sem siglir um höfin blá og spilar dúndrandi danstónlist. Í vinning er flug, gisting og uppihald fyrir tvo en einnig verður remixið gefið út hjá Phazer Records, alls ekki slæmt!

„Við erum að mæta helvíti sterkir inn og förum aðrar slóðir með remixið okkar heldur en flestir pródúserar í keppninni. við fórum í mjög dramatískar en melódýskar Acid Monster House pælingar og er útkoman vægast sagt skemmtileg, og nær vocallinn í laginu að njóta sín mjjög vel í þessari massífu keyrslu sem að lagið fer í.“ KSF

Stöndum með okkar mönnum og kjósum framlag KSF í Groove Cruise remix keppninni, kosning hefst 29. september.

Kjósið hér

 

 

 

 

 

Comments are closed.