KSF, PATRICK TOPPING OG SANDEMAN TRYLLA LÝÐINN Á NASA 26. ÁGÚST

0

Midi Banner1

Patrick Topping tryggði sér stöðu sem einn mest bókaði danstónlistarmaður árið 2015 með hverju laginu á fætur öðru sem að toppaði lista á techhouse lista Beatport.com.

Patrick Topping

Patrick Topping

Patrick er búinn að vera að spila um heiminn á stórhátíðum eins og Glastonbury, Tomorrowland í bæði Brasilíu, Belgíu og Atlanta, Creamfields í suður ameríku, Stereosonic í ástralíu og beint á aðalsviðið á Movement í Detroit á sama tíma og hann var með föst kvöld á Ibiza á DC10.

Patrick hefur spilað back2back með stórum nöfnum víðsvegar um heiminn eins og t.d. með Pete Tong (Storey Miami), Eats Everything (Coocon Ibiza), Jamie Jones (Radio 1 Ushuaia), Green Velvet (SW4 London) and Skream (Glastonbury). Patrick Topping & Green Velvet eru búnir að toppa lista á Beatport með lögum á borð við „Voicemail” og „When is now” sem er í spilun á FM-Xtra 101.5 og hefur oft verið spilað á klúbbum Reykjavíkur. Það er enginn vafi á því að umrætt kvöld fær fólk að sjá listamann spila alvöru klúbbatónlist!

KSF

KSF

KSF bræður Friðrik og Sigurjón hafa verið að gera það mjög gott að undaförnu og eru forsvarsmenn kvöldsins á Nasa þar sem þeir ætla að opna sína fyrstu heimasíðu á kvöldinu og gefa glænýtt lag til ókeypis niðurhals á soundcloud síðu sinni.

KSF unnu remix keppnina Dirty South fyrr á árinu og spiluðu þriðja árið í röð á Secret Solstice festival í ár undir troðfullu húsi og með látum eins og þeim einum er lagið. KSF voru að senda frá sér glænýtt tónlistarmyndand frá tónleikum þeirra á Secret Solstice við lagið ODB sem að er tileinkað rapparanum Ol´ Dirty Bastard úr goðsagnakenndu rapphljómsveitinni Wu Tang Clan.
Viðbrögð tónleikagesta KSF eru alltaf til fyrirmyndar og finnst þeim fátt skemmtilegra en að spila fyrir fólkið sitt heima!

Strákarnir lofa hörku tónleikum á Nasa 26. Ágúst með öllu tilheyrandi frá Ofur Hljóð & Ljósum!

SANDEMAN1

Sandeman

Sandeman stimplaði sig vel inn á rafræna tónlistarmarkaðinn á síðasta ári með útgáfu á laginu „Ice“ sem var gefið út af Get Physical sem er eitt heitasta útgáfufyrirtækið fyrir danstónlist í dag og fékk Sandeman stuðning frá stórum nöfnum úr bransanum eins og, Damian Lazarus, Seth Troxler og Pete Tong. Eftir velgengni síðasta slagara Sandeman gáfu OM Records út „A Lovers Dream“ og hefur hann verið kynntur sem næsta kynslóð listamanna í danstónlistinni.

Þótt Sandeman sé nýtt hliðar project þá er hann enginn nýgræðingur í raftónlist. Hann er annar helmingur Wildkats sem spiluðu á íslandi í listasafni Reykjavíkur ásamt Claptone.
Wildkats hafa verið á tónleikaferð um heiminn og spilað á hátíðum eins og Glastonbury, Burning Man, Fusion Festival, BPM, Sónar og klúbbum á borð við, Warung (Brasilía), Fabric (London) og Space (Ibiza). Sandeman rekur einnig sitt eigið útgáfufyrirtæki You Are We í London.

Comments are closed.