KSF (KILLER SOUNDING FREQUENCIES) HREPPTU FYRSTA SÆTIÐ Í DIRTY SOUTH REMIX KEPPNINI Á VEGUM GROOVE CRUISE

0

groove 5

Friðrik Thorlacius og Sigurjón Friðriksson skipa hljómsveitina KSF (Killer Sounding frequencies) en hún hefur verið að gera það heldur betur gott að undanförnu. Það er margt að gerast hjá KSF bræðrum en þeir fluttu á dögunum til Svíþjóðar til að geta sinnt tónlistinni betur, senda frá sér slagara eins og enginn er morgundagurinn og tóku þátt í stærðarinar remix keppni nú fyrir skömmu.

groove 4
Remix keppnin er á vegum Groove Cruise en það er risastórt skemmtiferðaskip sem nefnist Norwegian Pearl sem siglir frá Miami til Ocho Rios á Jamaica dagana 22 til 26. Janúar 2016. Nokkur hundruð lög bárust í keppnina en aðal verðlaunin er flug til Miami, spila um borð í skipinu, svíta á skipinu og uppihald, alls ekki slæmt það! Einnig verður lagið „Find A Way To Execute“ gefið út hjá Phazing Records útgáfufyrirtæki Dirty South sem hefur t.d. verið tilnefnd til tveggja Emmy verðlauna.

groove 3

groove 2

KSF hrepptu fyrsta sætið í Dirty South remix keppninni sem er á vegum Groove Cruise … já, þeir sko unnu keppnina og eru á leið á Groove Cruise 2016! Kapparnir munu spila á stærsta danstónlistarskipi veraldar með mörgum af stærstu nöfnum heims.

groove 6

Friðrik og Sigurjón eru afar spenntir fyrir ferðinni og eru strax farnir að skella í nýtt efni en það er á hreinu að þeir eigi eftir að gera allt vitlaust eins og vanalega!
Þetta er virkilega flott frammistaða hjá KSF en án efa á þetta eftir að stækka hlustendahóp þeirra svo um munar.

groove 7

groove 8

Hér má heyra lagið „Find A Way To Execute:“

 

Comments are closed.