KSF FRUMSÝNIR NÝTT MYNDBAND Á ALBUMM „YOU GOT THE LOVE“ REMIX FT. JKB

0

ALBUMM VIDEO-KSF Photoshoot-KSF - FAMILY 1
Í dag sendir hljómsveitin KSF frá sér glænýtt lag og myndband en það er remix af sígilda house smellinum „You Got The Love“ með hljómsveitinni The Source. KSF hafa verið að gera það mjög gott að undanförnu en kapparnir settu upp hljóðver í Svíþjóð á dögunum og tróna nú í efsta sæti remix keppninnar Groove Cruise, en enn á eftir að tilkynna sigurvegara þótt keppni sé yfirstaðin.

ALBUMM VIDEO-KSF HOME SWEDEN-IMG_4802

„Hugmyndin að laginu kom þegar við vorum að spila á Going Somewhere Festival í Danmörku fyrir stuttu en það var með okkur Jakob Reynir a.k.a JKB. Við vorum að hlusta á einhvern plötusnúð og vorum að diskútera tónlist og þá spratt upp sú hugmynd að gera samstarf. Ákveðið var að remixa gullmolann „You Got The Love“ með hljómsveitinni The Source. Maður hleypur ekki í svoleiðis verkefni nema að vita hvað maður ætlar að gera, og sérstaklega þarf að vanda sig til verka og hrósa upprunalegu útgáfunni.“ – Friðrik Torlacius

ALBUMM VIDEO-Going Somwere Festival DK-Going Somewere Festival 8 (1)
Myndbandið er virkilega flott og skemmtilegt en það er tekið upp inn í fataskáp heima hjá strákunum í Svíþjóð og svört gluggatjöld notuð sem bakgrunnur. Myndbandið er tekið á Canon 600d myndavél en ljósin í myndbandinu koma frá I-Pod sem var límdur á gítarstatíf. Arna Viktoría sá um að mála drengina í framan og allt heppnaðist þetta frábærlega vel og útkoman virkilega flott!

ALBUMM VIDEO-KSF HOME SWEDEN-KSF PLAY ROOM

ALBUMM VIDEO-Behind The Scenes photos-IMG_1264 (1)
KSF liðar eru óendanlega þakklátir fyrir allan stuðninginn sem þeir hafa fengið í gegnum árin og vildu því bjóða fólkinu á Íslandi að vera með í myndbandinu. Fólk var beðið um að senda inn stutt myndbönd eða ljósmyndir þar sem fólk myndar hjarta með höndunum. Hugmyndin á bakvið myndbandið er að allir eru fallegir að innan sem utan. Í stuttum orðum er nálguninn þessi tilfinning, ástin og góðmennskan sem að allir búa yfir og eiga að sína meira af.
Deilum ástinni áfram!

Comments are closed.