KRONIKA, MAJOR PINK OG CRYPTOCHROME Á HARD ROCK CAFE

0
kronika

Kronika

Í dag laugardaginn 10. desember halda hljómsveitirnar Kronika, Major Pink og Cryptochrome heljarinnar tónleika á Hard Rock Cafe.

Fyrsta plata Kroniku Tinnitus Forte, rataði í hillur verslana, sem og á veitur alnetsins fyrir stuttu síðan og á efnisskránni verða lög af henni eins og hefðin gerir ráð fyrir. Platan verður til sölu, andrúmsloftið fallegt og gleði í kortunum.

Meðlimir Kroniku koma úr öllum áttum og árekstur þeirra skapaði bræðing sem erfitt er að skilgreina. Fremst í flokki fer Tinna Sverrisdóttir sem áður hafði breytt íslensku rappsenunni með Reykjavíkurdætrum. Hér fær hún að njóta sín til fullnustu við rapp, söng, textagerð og öfgafulla tjáningu sem tælir alla með í dans og dulúð. Fyrir aftan hana standa þrír fullvaxta karlmenn, Guðmundur Stefán Þorvaldsson sem slær gítar og er sjálfsagt þekktastur fyrir að hafa gert slíkt áður, en þá kannski lausar, með krúttsprengjunum í Sunnyside Road. Um dekkri hliðina sjá Snæbjörn Ragnarsson bassaleikari Skálmaldar og Birgir Jónsson trommuleikari Dimmu.

major-pink

Major Pink

Major Pink hefur verið á Blússandi siglingu að undanförnu en sveitin sendi frá sér plötuna Take The Abuse fyrir ekki svo löngu og hefur henni verið afar vel tekið! Nýverið landaði sveitin plötusamning við plötufyrirtækið No Angel Records, alls ekki slæmt það!

cryptochrome-2

Cryptochrome

Cryptochrome er afar skemmtileg og forvitnileg hljómsveit segja má að hún hafi slegið í gegn að undanförnu! Sveitin hefur sent frá sér eitt myndband í hverjum mánuði það sem af er þessu ári og er síðasta myndbandið væntanlegt á næstu dögum. Sveitin spilar einskonar sækódelískt töffara dand hip hop og ef þú hefur ekki barið bandið augum á tónleikum þá mælum við eindregið með því!

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 21:30 og er frítt inn!

Skrifaðu ummæli