KRÍA sendir frá sér „Pathogen” – Dáleiðandi og ferskt

0

KRÍA var að senda frá sér nýtt lag og myndband en það ber heitið „Pathogen.”KRÍA samdi lagið sjálf en Atli Steinn og Kría sáu um útestningu lagsins. Atli Steinn hefur séð um trommuslátt hjá KRÍU en að sögn hennar er hann búinn að kynna henni fyrir mikið af modular hljóðgervlum og fyrir vikið er hún búin að uppgötva alveg nýjan heim.

Fjórða smáskífa Kríu er á næsta leiti en á henni eru flest öll lögin útsett af þeim báðum. Myndbandið var unnið nú í desember í samstarfi við listamanninn N.Bates en KRÍA sá um klippingu og aðra eftirvinnslu.

Soundcloud

Skrifaðu ummæli