KRÍA SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „SKIN“

0

kría

KRÍA er söngkona, lagahöfundur og pródúser búsett í London/Reykjavík. Tónlistinni hennar mætti lýsa sem dark downtempo electronica sem að KRÍA dregur innblástur úr öllum áttum en 80’s synthpop til post-dubstep hafa haft mest áhrif á tónlistina sem ýta undir hráleikann í röddinni hennar.

kría 2

„Ég samdi skin út af vonbrigðum. Ég var eiginlega að enduruppgötva lífsgildin mín. Hvað það er sem mig langar að fá út úr lífinu og sætta mig við sjálfan mig, bæði andlega og líkamlega. Á síðasta ári var framtíðin mjög óljós þannig í textanum er ég að tala inn á við í rauninni um að takast á við sjálfan mig og þau mistök sem ég hef gert til að axla ábyrgð á sjálfri mér.“ – Kría

Comments are closed.