KRÍA MEÐ TVÖ NÝ LÖG OG MYNDBÖND

0

kria

Tónlistarkonan Kría (Elísa Hildur Einarsdóttir) hefur verið nokkuð áberandi að undanförnu en í sumar sendi hún frá sér smáskífuna Low Hype við góðar undirtektir. Kría er að senda frá sér nýtt lag og myndband sem ber nafnið „Antibody“ en lagið fjallar um hvernig fjölmiðlar hafa áhrif á almenning og hvernig það ýtir undir kynjamisrétti og misrétti yfirhöfuð. Fjölmiðlar hafa mikil áhrif og ábyrgð en eru ekki að taka þau hlutverk alvarlega.
Kría byrjaði að læra Lífeyndarfræði áður en hún helgaði sig tónlistinni en myndbandið er tekið upp á ónefndri rannsóknarstofu í Reykjavík og myndefnið er fljótandi sýni af sýktum mænuvökva í gegnum smásjá.

kria 2

Gróa Sig og Kría sáu um að klippa og eftirvinna myndbandið en Laurie Bender sá um sérstaka eftirvinnslu.
Lagið er unnið af Kríu og Jak Kobayashi-Owen.

Kría gaf einnig út lagið „Hiding“ og myndband í kjölfarið en það lag fjallar um að vera feiminn og að geta ekki verið maður sjálfur undir venjulegum kringumstæðum. Myndbandið er tekið upp í Varmárlaug í Mosfellsbæ og það eru Kría og Gróa Sig sem sáu um klippingu og eftirvinnslu.

Lagið er unnið af Kríu og Jak Kobayashi-Owen.

Hægt er að kaupa smáskífuna á Amazon en einnig er hægt að hlusta á hana á Spotify.


LINKAR:

KRÍA :

http://www.kr1amusic.com
http://www.facebook.com/kr1amusic
http://www.twitter.com/kr1amusic
http://www.instagram.com/kr1amusic

GróaSig :

http://www.groasig.com
https://www.facebook.com/groaaa
http://www.twitter.com/groaaa
http://www.instagram.com/groasig

Laurie Bender :

http://laubaine.net/
https://www.facebook.com/vj.laubaine
https://twitter.com/vjlaubaine
https://instagram.com/lo__ben/

 

Comments are closed.