KRÍA GOGGAR ÚT TVEIMUR FRÁBÆRUM SMELLUM

0

kría 2

Tónlistarkonan Kría eða Elísa Hildur Einarsdóttir eins og hún heiti réttu nafni sendir í dag frá sér tvö ný lög. Kría hefur verið að vekja á sér verðskuldaða athygli að undanförnu en lög eins og „Antybody“ og „Skin“ hafa ómað í eyrum heimsbúa að undanförnu.

kría

Nýju lögin nefnast „Parting“ og „Pressure“ og eru þau líkt og fyrri lög, skemmtileg og afar heillandi! Myndbönd við lögin koma út næstkomandi mánudag 29. Ágúst og bíðum við spennt eftir þeim.

Kría er einstaklega hæfileikarík tónlistarkona og gaman verður að fylgjast með henni í framtíðinni.

http://www.kr1amusic.com/

https://www.instagram.com/kr1amusic/

https://twitter.com/kr1amusic

Comments are closed.