KRELD SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „WAY LOW“

0

kreld 2

Tónlistarmaðurinn Kristján Eldjárn, úr hljómsveitinni Sykri, hefur sent frá sér sitt fyrsta lag, „Way Low,“ undir listamannsnafninu Kreld. Jófríður Ákadóttir (Samaris, Pascal Pinon) hleypur undir bagga og ljáir laginu rödd sína. Myndbandinu leikstýrði Magnús Andersen og í því fara dansararnir Selma Reynisdóttir og Viktor Leifsson mikinn í mjúkum dansi undir yfirborði Vesturbæjarlaugar. Sólóverkefnið Kreld og lagið „Way Low“ hafa hlotið þónokkra athygli utan landsteinanna og var myndbandið meðal annars frumsýnt á breska tónlistartímaritinu The Line of Best Fit.

kreld 3

„Kreld er eiginlega vettvangur minn til þess að tjá þá tónlist sem mér finnst ekki hæfa öðrum verkefnum mínum. Þetta er því að mörgu leyti persónulegri tónlist en ég hef áður látið frá mér og að sama skapi leik ég mér með tækni og minni sem ég myndi ef til vill ekki gera ef ég væri ekki einn við stjórnvölinn. Ég held að það sé mjög hollt að halda úti sólóverkefni samhliða hljómsveitastarfi, sér í lagi til þess að fá útrás fyrir þá hluti sem manni finnast spennandi, en ekki endilega allir hljómsveitarmeðlimir eru sammála um.“ – Kristján Eldjárn

Comments are closed.