KRAUMUR VELUR SEX BESTU HLJÓMPLÖTUR ÁRSINS 2015

0

MR. SILLA

Alls hlutu sex íslenskar hljómsveitir og listamenn hljóða verðlaunin í ár fyrir hljómplötur sínar, sem að mati dómnefndar þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.  Dj flugvél og geimskip fær verðlaunin fyrir sína þriðju breiðskífu Nótt Á HafsbotniMr. Silla fyrir samnefnda breiðskífu, Asdfhg fyrir frumraun sína Steingervingur, Misþyrming fyrir sína fyrstu plötu Söngvar Elds Og Óreiðu, Teitur Magnússon fyrir sína fyrstu sólóplötu 27 og Tonik Ensemble, sem til þessa hefur gefið út smáskífur og endurhljóðblandanir af verkum annarra, fyrir sína fyrstu breiðskífu; Snapshots.

DJ FLUG

Kraumsverðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Verðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 2008 og hafa alls 34 íslenskar hljómsveitir og listamenn hlotið þau fyrir plötur sínar. Má þar nefna; Ásgeir, Mammút, Anna Þorvaldsdóttir, Hjaltalín, Retro Stefson, Hildur Guðnadóttir, Daníel Bjarnason, Cell 7, Sóley, Lay Low, ADHD, Ojba Rasta, FM Belfast, Hugi Guðmundsson, Agent Fresco, Samaris, Moses Hightower, Grísalappalísa, Helgi Hrafn Jónsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Andreas Kristinsson, Sin Fang, Ísafold kammersveit og Ólöf Arnalds.

Kraumsverðlaunin 2015 hljóta: 

asdfhg fyrir Steingervingur

Dj flugvél og geimskip fyrir Nótt á hafsbotni

Mr Silla fyrir Mr Silla

Misþyrming fyrir Söngvar elds og óreiðu

Teitur Magnússon fyrir 27

Tonik Ensemble fyrir Snapshots

Kraumsverðlaunin eru valin af sextán manna dómnefnd sem skipað er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist. Dómnefndina skipa: Árni Matthíasson (formaður), Alexandra Kjeld, Arndís Björk Ásgeirsdóttir, Arnar Eggert Thoroddsen, Andrea Jónsdóttir, Benedikt Reynisson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Heiða Eiríksdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Jóhann Ágúst Jóhannsson, María Lilja Þrastardóttir, Matthías Már Magnússon, Ólafur Páll Gunnarsson, Óli Dóri og Trausti Júlíusson.Dómnefnd Kraumsverðlaunanna hefur hlustað á hátt í annað hundrað hljómplatna við val sitt á Kraumslistanum og Kraumsverðlaununum 2015.

Comments are closed.