KRAUMSLISTINN 2015 KYNNTUR

0

kraumur 2

Kraumsverðlaunin, plötuverðlaun Kraums, verða afhent í áttunda sinn í ár. Venju samkvæmt þá birtir Kraumur úrvalslista verðlaunanna, Kraumslistann, í byrjun desember yfir þau verk sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri tónlist á árinu. Kraumsverðlaunin sjálf verða svo afhent síðar í mánuðinum.

Kraumslistanum og Kraumsverðlaununum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.

Allar íslenskar plötur sem komið hafa út á árinu eiga möguleika á að komast á Kraumslistann og hreppa Kraumsverðlaunin. Bæði plötur sem eru gefnar út á geisladisk og/eða vínyl, sem og útgáfur á netinu. Útgáfustarfsemi á netinu hefur færst mikið í vöxt og í ár eru fjölmargar íslenskar hljómplötur sem aðeins koma út með þeim hætti, þó langflestar plötur Kraumslistans séu einnig fáanlegar á geisladisk og í mörgum tilvikum einnig á vínyl.
Það er von aðstandenda Kraumsverðlaunanna að Kraumslistinn og verðlaunin veki athygli á þeirri grósku og fjölbreytni sem einkennir íslenskt tónlistarlíf og plötuútgáfu. Tímasetning tilnefninga og úthlutunar Kraumsverðlaunanna er engin tilviljun og miðuð við jólagjafaflóðið, þegar tónistarlistamenn reiða sig hvað mest á plötusölu og ætla má að sóknarfæri séu fyrir íslenska tónlist að rata í fleiri jólapakkana, enda er tónlist góð og sígild jólagjöf.

Kraumslistinn 2015, úrvalslisti Kraumsverðlaunanna, er eftirfarandi:

asdfgh – Steingervingur 

asdfgh

Dj flugvél og geimskip – Nótt á hafsbotni 

11713761_10152880832171787_5584380218185050672_o

Ljósmynd: Saga Sig

Dulvitund – Lífsins þungu spor 

dulvitund

Fufanu – A Few More Days To Go 

fufanu

Gísli Pálmi – Gísli Pálmi

gísli pálmi

Gunnar Jónsson Collider – Apeshedder 

11745848_878354158907977_8654529376180289266_n

Ljósmynd: Höddi Photography

Jón Ólafsson & Futuregrapher – Eitt

91a633625879736ed2de4a720292abc6

Ljósmynd: Albumm.is

Kristín Anna Valtýsdóttir – Howl

kristín anna valtýsdóttir

Lord Pusswhip – is wack 

Ljósmynd: Emma Christensen

Ljósmynd: Emma Christensen

Misþyrming – Söngvar elds og óreiðu 

misþyrming

Mr Silla – Mr Silla 

11223301_1184282028255521_4503969044008350540_n

Muck – Your Joyous Future

12046792_10153689138237792_9053772323624988901_n

 

Myrra Rós – One Amongst

12140645_1204047599611818_3698404733989434106_n

 

Nordic Affect – Clockworking

nordic affect

Ozy – Distant Present 

11059860_537942436354988_5838312568481462183_o

President Bongo – Serengeti 

11834826_488559214643453_944092346834415295_o

 

Sóley – Ask The Deep 

Ingibjörg Birgisdóttir

Teitur Magnússon – 27

teitur magnsússon

Tonik Ensemble – Snapshots

Ljósmynd: Alexander Matukhno

Ljósmynd: Alexander Matukhno

TSS – Meaningless Songs 

tss

Vaginaboys – Icelandick 

KEXP

Kraumslistinn, úrvalslisti Kraumsverðlaunanna, er valin af fimmtán manna dómnefnd, svokölluðu öldungarráði, sem skipað er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist. Ráðið skipa: Árni Matthíasson (formaður), Alexandra Kjeld, Arndís Björk Ásgeirsdóttir, Arnar Eggert Thoroddsen, Andrea Jónsdóttir, Benedikt Reynisson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Heiða Eiríksdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Jóhann Ágúst Jóhannsson, María Lilja Þrastardóttir, Matthías Már Magnússon, Óli Dóri og Trausti Júlíusson.

Ráðið fór yfir hátt í annað hundrað hljómplatna sem komið hafa út á árinu. Stærri dómnefnd hefur nú hafið störf og sér um að velja 6 plötur af Kraumslistanum sem verðlauna skal sérstaklega og hljóta munu Kraumsverðlaunin.
Kraumsverðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 2008. Alls hafa um 34 íslenskar hljómsveitir og listamenn hlotið verðlaunin, má þar nefna; Ásgeir, Mammút, Anna Þorvaldsdóttir, Hjaltalín, Retro Stefson, Hildur Guðnadóttir, Daníel Bjarnason, Cell 7, Sóley, Lay Low, ADHD, Ojba Rasta, FM Belfast, Hugi Guðmundsson, Agent Fresco, Samaris, Moses Hightower, Grísalappalísa, Helgi Hrafn Jónsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Andreas Kristinsson, Sin Fang, Ísafold kammersveit og Ólöf Arnalds.

Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu heldur aðreyna beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild sinni og síðan að velja og verðlauna sérstaklega sex hljómplötur sem hljóta Kraumsverðlaunin. Kraumur mun styðja við verðlaunaplöturnar og reyna auka möguleika listamannanna bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri erlendis með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum af tónlistarfólkinu eða útgefendum þeirra og dreifa til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans, m.a. í samstarfi við aðila og tengiliði hérlendis.

Aðstandandi Kraumslistans er Kraumur tónlistarsjóður sem er sjálfstætt starfandi sjóður á vegum Auroru velgerðarsjóðs. Kraumur hefur það að meginhlutverki að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan.

Comments are closed.