KÓSÝ 303 STEMNING OG GRÓÐURSETNING Í SÓLINNI

0

Raftónlistarmaðurinn Davíð Hólm Júlíusson eða Daveeth eins og hann kallar sig var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Feeling Love.” Daveeth hefur verið ansi áberandi í íslensku raftónlistarsenunni en hann sendi frá sér plötuna Mono Lisa árið 2015.

„Feeling Love” er hreint út sagt frábært en það má vel setja það í svokallaðann Acid flokk! Synthinn Roland TB-303 fær að njóta sín í laginu en hvert mannsbarn sem hefur áhuga á góðri tónlist og fönkí laglínum ættu sko ekki að láta þetta framhjá sér fara!

Myndbandið gefur frá sér góða strauma, sumar og næsheit sem smellpassar laginu á fönkí hátt. Skellið á play, hér er konfekt fyrir bæði eyru og augu! Það eru Þorgerður Anna Björnsdóttir og Davíð Hólm Júlíusson sem eiga heiðurinn af myndbandinu en Möller Records gefur lagið út.

Mollerrecords.com

Skrifaðu ummæli