KOSNINGAVAKA, DISKÓ OG HÚS Á PALOMA!

0

Formaðurinn tekur til hendinni!

 

Eins og alltaf verður brjálað stuð á skemmtistaðnum Paloma um helgina en í kvöld föstudaginn 27. Október verður sésrtsök kosningavaka Formannsins! Í aðdraganda komandi kosninga er öllum ljóst að það er brýnna en áður að hver kosningabær þjóðfélagsþegn láti sjá sig á kjörstað.

Formaðurinn mun brjóta upp hið viðurkennda íhaldsmynstur og hefð þá er orðin er hversdagsleg, að fólk vaki eftir síðustu tölum frá kjörstöðum landsins og fagni velgengi síns flokks og skáli eða drekki sorgum vegna lítils fylgis.

Föstudagskvöldið 27. október hefst Vakan snemma!

Esther Silex kann sitt fag!

Á morgun laugardag 28. Október verður að sjálfsögðu eðal dagskrá á paloma en þar koma fram: Esther Silex og Gunni Ewok!

þýska tónlistarvölvan Esther Silex á  rætur sínar að rekja til Kölnarborgar en hefur gert út frá Berlín undanfarin misseri. Hennar aðalsmerki og ástríða er disco og hús, enda engin furða því lærði hún ung að árum að sníða og snúa skífum af foreldrum sínum sem voru viðloðandi diskótek og dansstaði lengi vel.

Henni til fulltingis er enginn annar Gunnar nokkur Ewok, en eins og flestir vita er hann haldhafi hins eftirsótta titils „Plötusnúður Íslands“ og er vel að þeim titli kominn.

Saman munu þau róa fólk úr kosningaóróa með seiðandi tónum og töktum langt fram á nótt.

 

Skrifaðu ummæli