KONFEKT FYRIR AUGU OG EYRU

0

crypto

Hljómsveitin Cryptochrome hefur heldur betur vakið verðskuldaða athygli það sem af er á árinu en sveitin var að senda frá sér sitt tólfta lag og myndband! Lagið ber heitið „Brockflute“ og er það einkar töff og má segja að það komi manni í einskonar karnival fíling. Myndbandið er gegnum sýrt, alveg eins og við viljum hafa það! Það mætti segja að þetta er konfekt fyrir augu og eyru.

crypto-2

Fyrsta plata sveitarinnar er væntanleg á næsta ári en hún mun án efa fljóta ljúflega um eyru hlustenda!

Hér er á ferðinni frábært lag og myndband enda ekki við öðru að búast frá Cryptochrome!

Skrifaðu ummæli