KOMIÐ ER AÐ KAFLASKIPTUM HJÁ BRIM

0

Brim er búin að vera ein helsta snjó og hjólabrettaverslun landsins svo árum skiptir en nú er komið að kaflaskiptum hjá versluninni! Margir af færusu skeiturum og snjóbrettaköppum landsins hafa rennt sér fyrir verslunina en hún var lengi vel staðsett í Kringlunni og á Laugavegi.

Bubbi er hjartað á bakvið verslunina og hefur hann staðið á bakvið búðarborðið eins og alvöru skipstjóra sæmir! Hlynur Gunnarsson hefur verið honum til halds og traust í þónokkur ár sem gerði það að verkum að ávalt var vel tekið á móti manni í Brim!

Gott úrval af buxum er í Brim!

Á morgun (laugardag) er seinasti dagurinn sem verslunin er opin en henni verður nú lokað um óákveðin tíma! Á seinustu vikum hefur verið sturluð útsala á hágæða vörum frá flottum og þekktum merkjum eins og Element, Billabong, Spitfire, Lobster, FKD, Krooked, Real og margt fleira!

Ekki er alveg vitað hvað verður um Brim en aðeins tíminn leiðir það í ljós! Brim er opin til kl 18:00 og er 70 – 90% afsláttur af öllu!

Skrifaðu ummæli