KOMA VÍÐSVEGAR AÐ TIL AÐ SPILA HRATT OG HÁVÆRT ÞUNGAROKK

0

Ljósmynd: Björn Árnason.

Þungarokkshljómsveitin Óværa var að senda frá sér tvö kraftmikil lög en sveitin var stofnuð til að spila hraða, skemmtilega og háværa tónlist! Meðlimir sveitarinnar eru engir nýgræðingar þegar kemur að tónlistarsköpun en þeir komu úr sveitum eins og Klink, Betrefi og Q4U svo fátt sé nefnt.

ovaera-2

Óværa var lengi vel söngvaralaus en Guðni Rúnar Gunnarsson (Klink o.fl.) gekk til liðs við sveitina árið 2016 og þá var ekki aftur snúið! Lögin sem rætt er um heita „Domestic disturbance” og „The night of …” og óhætt er að segja að þau auki hjartslátinn um nokkur slög á mínútu! Lögin eru tekin upp,mixuð og masteruð í studíó Hljóðverk.

Skrifaðu ummæli